Yfirlitsmynd Borgarhöfði 1

Um nágrennið

Höfðinn

Krossmýrartorg

Á svæðinu verður Krossamýrartorg hjarta hverfisins þar sem kynslóðirnar mætast. Við torgið verður glæsilegt menningarhús, sem sameinar afþreyingu og samveru, ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu. Fyrir aftan menningarhúsið verður almenningsgarður. Á torginu verður ein af megin Borgarlínustöðvunum.

Smelltu hér til að skoða myndband um Krossmýratorg

Smelltu hér til að skoða myndband frá rammaskipulagshöfundi um Ártúnshöfðann

Myndir frá ASK Arkitektum

Sundlaug við Elliðaárvog

Gert er ráð fyrir sundlaug með heitum pottum og sjósundsaðstöðu yst á svæðinu.

Bryggja

Á svæði 3 er gert ráð fyrir bryggju sem mun bjóða uppá möguleika á fjölbreyttri afþreyingu m.a. á kajökum, róðri og öðru siglingarsporti.

Myndir frá Arkís Arkitektum og ARK Arkitektum

Borgalínan

Borgarlínan er hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Borgarlínan verður með góðar tengingar við strætisvagna sem koma frá nágrannasveitarfélögum. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum en þannig eykst bæði áreiðanleiki og hagkvæmni.

Borgarlínuásinn liggur við Krossmýratorg og er í fyrsta áfanga framkvæmda.

Nánari upplýsingar um Borgalínuna.

Myndir frá borgalinan.is.