Framkvæmdir eru í fullum gangi að Eirhöfða 3 og 5, þar sem Búseti byggir 46 fallegar íbúðir í sjö hæða lyftuhúsi á frábærum stað á Ártúnshöfða. Mikilvæg tímamót náðust nýverið þegar klárað var að loka húsunum með uppsetningu glugga og hurða, sem þýðir að nú hefst tími umfangsmikilla innanhússverka. Meðal þeirra er málningarvinna og uppsetning innréttinga. Á sama tíma verður unnið að klæðningu á ytra byrði hússins og fer endanlegt útlit byggingarinnar því smám saman að koma betur í ljós, en það er ávallt afar spennandi áfangi í framkvæmdum.
Gert er ráð fyrir að sala búseturétta hefjist í upphafi árs 2026.