
Búseti byggir við Eirhöfða 3 og 5 í nýju hverfi á Ártúnshöfða í Reykjavík. Búseti byggir þar 46 fallegar íbúðir, en skóflustunga var tekin í október 2023 og hófust framkvæmdir í kjölfarið. Um er að ræða lyftuhús með tveimur stigagöngum, sameiginlegum bílakjallara og er áætlað að afhending íbúða fari fram á fyrsta ársfjórðungi ársins 2026.