Eirhöfði bakhlið

Eirhöfði 3 og 5

Sjö hæða lyftuhús á frábærum stað á Ártúnshöfða í Reykjavík

Búseti byggir við Eirhöfða

Búseti byggir við Eirhöfða 3 og 5 í nýju hverfi á Ártúnshöfða í Reykjavík. Búseti byggir þar 46 fallegar íbúðir, en skóflustunga var tekin í október 2023 og hófust framkvæmdir í kjölfarið. Um er að ræða lyftuhús með tveimur stigagöngum, sameiginlegum bílakjallara og er áætlað að afhending íbúða fari fram á fyrsta ársfjórðungi ársins 2026.

Höfðinn

Húsið við Eirhöfða 3 og 5 er einstaklega vel staðsett. Stutt er í fallegar göngu- og hjólaleiðir, náttúruperlur og garða, sem bjóða upp á fjölbreytta útivist og afþreyingu. Öll helsta þjónusta er í nærumhverfi. Ártúnshöfði, Elliðaárvogur er stærsta þróunar- og uppbyggingarsvæði Reykjavíkur. Áætlað er að í þessum nýja borgarhluta rísi allt að 8.000 íbúðir og að þar búi allt að 20.000 borgarbúar.

Fréttir

Af framkvæmdum og sölu